Lambakjötskarríréttur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 msk KARRÍ, duft
 • 2 msk EDIK, Hvítvíns-
 • 4 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 20 gr ENGIFER
 • 250 gr HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 5 stk Tómatar
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 2 stk LAUKUR, hrár
 • 1 kg LAMBAFRAMPARTUR, fitusnyrtur, hrár
 • 1 tsk GARAM MASALA, Krydd

Aðferð:

Kjötið fituhreinsað að mestu og skorið í teninga. Olían hituð í potti og laukurinn, hvítlaukurinn og engiferinn(1-2 sm biti) látinn krauma í henni við vægan hita í 6-8 mínútur. Karríduftinu hrært saman við og látið krauma í 1-2 mínútur í viðbót. Edik og salt sett út í og síðan lambakjötið. Hrært vel. Tómatar settir út á (ásamt leginum úr dósinni, ef niðursoðnir tómatar eru notaðir), lokað og látið malla við vægan hita í klukkustund eða lengur. Hrært af og til og svolitlu vatni bætt við ef þarf. Garam masala stráð yfir skömmu fyrir lok suðutímans. Borið fram með hrísgrjónum.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 780 39%
Sykur 0g 0%
Fita 52g 74%
Hörð fita 24g 120%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Lambakjötskarríréttur
Casillero del Diablo Cabernet Sauvignon
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Casillero del Diablo Cabernet Sauvignon
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Vín sem ræður við fjölbreyttan mat og ekki skemmir fyrir að hann sé grillaður. Skemmtilegt vín sem hentar vel með lambi, grís, nauti og dökku...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér