Kjötkássa
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 3 msk HVEITI
 • 500 gr KARTÖFLUR, soðnar
 • 1.5 dl KJÖTSOÐ
 • 500 gr LAMBAKJÖT, millifeitt, steikt
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 2 msk SMJÖR, sérsaltað

Aðferð:

Kjötið og laukurinn hakkað saman og kartöflurnar skornar í bita. Smjörið brætt í potti, hveitinu hrært saman við og látið krauma í 2-3 mínútur við fremur vægan hita. Soðinu hrært saman við smátt og smátt og sósan bökuð upp; hún á að vera þykk. Hakkinu og kartöflunum hrært saman við, kryddað og látið malla í nokkrar mínútur.
Einnig má sleppa því að setja kartöflur út í kássuna en búa þess í stað til kartöflustöppu og sprauta henni í kringum kássuna á fatinu eða bera hana fram með. Gott er að nota saltkjöt í kjötkássu í staðinn fyrir nýtt kjöt. Oft er annar laukur saxaður og látinn krauma í smjörinu nokkra stund, áður en sósan er bökuð upp.

Saltið og piprið eftir smekk.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 494 25%
Sykur 0g 0%
Fita 28g 40%
Hörð fita 15g 75%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Kjötkássa
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Johann Shiraz Cabernet
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Ómótstæðilegur gullmoli frá Jacob´s Creek. Glæsileg uppbygging víns þar sem einungis sérvalin ber eru notuð, þrúgurnar Shiraz og Cabernet ná...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér