Kínverskur lambakjötsréttur með ...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 600 gr LAMBAfille, hrátt
 • 6 msk OSTRUSÓSA
 • 1 stk MYNTA
 • 3.5 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 2 msk FISKISÓSA
 • 1 stk CHILI Rauður
 • 1 stk CHILI Grænn
 • 250 gr HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 3 msk Vatn
 • 1 tsk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 stk LAUKUR, Rauð-

Aðferð:

Skerið kjötið í mjög þunnar sneiðar, þvert á vöðvaþræðina. Hitið 1 msk. af olíu mjög vel í wok-pönnu eða á venjulegri, þykkbotna pönnu og snöggsteikið kjötið við háan hita í nokkrum skömmtum, aðeins þar til það hefur tekið lit á báðum hliðum. Takið það svo af pönnunni með gataspaða jafnóðum. Setjið svo afganginn af olíunni á pönnuna og steikið rauðlauk, hvítlauk og chili í 1-2 mínútur. Setjið kjötið aftur á pönnuna og síðan ostrusósu, fiskisósu, vatn og sykur. Saxið mestallt mintulaufið og hrærið saman við. Látið malla í 2-3 mínútur og berið síðan fram með soðnum hrísgrjónum. Skreytið með afganginum af mintulaufinu.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 427 21%
Sykur 1g 1%
Fita 17g 24%
Hörð fita 5g 25%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Kínverskur lambakjötsréttur með mintu
Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Hentar með öllu kjöti, pastaréttum og ostum. Hefur farið sigurför um landið undanfarin ár og ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa frábæra víns.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér