Kínverskur lambakjötsréttur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 500 gr LAMBAfille, hrátt
 • 2.5 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 2 tsk ENGIFER
 • 2.5 stk CHILI Rauður
 • 175 gr HNETUR, Cashew
 • 100 gr SVEPPIR, hráir
 • 250 gr SPÍNAT, hrátt
 • 2 msk SOJASÓSA
 • 1 msk PÚÐURSYKUR
 • 1 stk PAPRIKA, rauð
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 2 tsk MAÍSMJÖL
 • 3 msk OSTRUSÓSA

Aðferð:

Kjötið skorið í þunnar ræmur. Paprikan fræhreinsuð og skorin í sneiðar, sveppirnir skornir í sneiðar og sverustu stönglarnir klipnir af spínatblöðunum. Kasjúhneturnar ristaðar á þurri pönnu þar til þær eru rétt farnar að taka lit en síðan hellt á disk og látnar kólna. 2 msk af olíu hitaðar í wok eða á þykkbotna pönnu og kjötið snöggsteikt við háan hita þar til það hefur allt tekið lit. Tekið upp með gataspaða og sett á disk. Afganginum af olíunni bætt á pönnuna og paprika og sveppir veltisteikt í 3-4 mínútur. Þá er kjötið sett aftur á pönnuna ásamt kasjúhnetum, hvítlauk, chili, engifer, ostrusósu, sojasósu og púðursykri. Veltisteikt áfram í 2-3 mínútur. Maísmjölið hrært út í svolitlu köldu vatni og hrært saman við. Látið sjóða þar til sósan þykknar.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 573 29%
Sykur 6g 7%
Fita 39g 56%
Hörð fita 9g 45%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Kínverskur lambakjötsréttur
Concha y Toro Trio
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Concha y Toro Trio
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Magnað vín með kjötréttum af ýmsu tagi. Kjúklingur og lambakjöt passa mjög vel með en líka bragðmeira kjöt eins og t.d. nautakjöt og villibráð.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér