Kínverskar lambakjötsnúðlur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1.5 stk GULRÆTUR, hráar
 • 1 stk LAUKUR, Rauð-
 • 2.5 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 msk ENGIFER
 • 2 msk CURRY PASTE, KRYDDMAUK
 • 1 stk CHILI Rauður
 • 150 ml Vatn
 • 1 tsk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 3 msk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 300 gr NÚÐLUR, eggjanúðlur, þurrkaðar
 • 500 gr LAMBAfille, hrátt
 • 150 gr SNJÓBAUNIR

Aðferð:

Hellið sjóðandi vatni yfir núðlurnar og látið standa í smástund, eða eldið þær í samræmi við leiðbeiningar á umbúðum. Skerið kjötið í mjög þunnar sneiðar þvert á vöðvaþræðina. Hitið 1 msk. af olíu vel í wok-pönnu eða á venjulegri, þykkbotna pönnu og snöggsteikið kjötið við háan hita. Steikið það í nokkrum skömmtum og takið það af með gataspaða þegar það hefur tekið lit á báðum hliðum. Setjið svo afganginn af olíunni á pönnuna og steikið rauðlauk, hvítlauk, engifer og chili í 1-2 mínútur. Setjið kjötið aftur á pönnuna, ásamt karrímauki, snjóbaunum og gulrótum. Hellið vatninu yfir og sjóðið í 2-3 mínútur. Bragðbætið með sykri og límónusafa. Látið renna af núðlunum í sigti og setjið þær svo á pönnuna og steikið í 1-2 mínútur til viðbótar.

Þessi uppskrift er fengin af lambakjot.is


Kaloríur 515 26%
Sykur 2g 2%
Fita 16g 23%
Hörð fita 5g 25%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Kínverskar lambakjötsnúðlur
Concha y Toro Carmenere Cabernet Sauvignon Reserva - Kassavín
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Concha y Toro Carmenere Cabernet Sauvignon Reserva - Kassavín
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Vín sem kemur skemmtileg á óvart. Hentar einstaklega vel með kjöti og þá sér í lagi grillmat. Þægilegt en jafnframt þétt vín með löngu eftirbragði....
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér