Grænmetisbaka I
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 msk Vatn
 • 2 dl SPELTMJÖL, fínt hvítt mjöl
 • 1 dl HAFRAMJÖL
 • 2 msk KÓKOSFEITI
 • 100 gr SKYR

Grænmeti:

 • 0.5 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 6 stk SVEPPIR, hráir
 • 0.5 stk KÚRBÍTUR, hrár
 • 2 stk GULRÆTUR, hráar
 • 0.5 stk Eggaldin

Sósa:

 • 2.5 msk NÝMJÓLK
 • 2 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 4 dl OSTUR, Rifinn

Aðferð:

Grænmeti:

 • Einnig má skipta einhverju af ofantöldu grænmeti út og hafa rauða eða appelsínugula papriku, tómata, blómkál, lauk og spergilkál o.fl í staðinn.
 • Steikið grænmetið upp úr vatni og kryddið með smá pipar og heilsusalti (Herbamare).

Sósa:

 • Blandið saman haframjöli og hveiti, kókosfeiti eða ólífuolíu og skyri.
 • Hrærið vel og hnoðið aðeins.
 • Geymið deigið í ísskáp í að minnsta kosti 30-40 mínútur.
 • Fletjið deigið út í mót, smyrjið með smá kókosfeiti eða ólífuolíu og raðið grænmetinu á.
 • Þeytið lauslega saman eggjum og mjólk.
 • Blandið 2 dl af osti saman við.
 • Dreifið afganginum af ostinum yfir bökuna og setjið inn í ofn.
 • Hellið sósu yfir og bakið í 30 mínútur við 200°C

 • Gott er að hafa sósu með t.d. úr AB mjólk. Einfalt er að búa hana til. Blandið saman 2 dl AB mjólk, salti, pipar, hvítlauksrifi eða hvítlauksdufti, paprikudufti og kannski einhverju öðru góðu kryddi (t.d. Krakkakryddi frá t.d. Pottagöldrum).

 • Berið fram með soðnum bygggrjónum (enska: pearl barley) eða hýðishrísgrjónum og fersku salati.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 142 7%
Sykur 0g 0%
Fita 10g 14%
Hörð fita 8g 40%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grænmetisbaka I
Dopff au Moulin Pinot Gris Reserve
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Dopff au Moulin Pinot Gris Reserve
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Frakkland
 • Lýsing: Magnað með andalifur (Foie gras), reyktum fiskréttum og villibráðapaté. Að margra mati er Dopff au Moulin fjársjóður.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér