Djúpsteiktar rækjur "Orly", með...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 400 gr RÆKJUR
 • 1 stk EGGJARAUÐA
 • 2 msk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 stk EGGJAHVÍTUR
 • 3 dl PILSNER
 • 1 msk JURTAOLÍA, ÍSÍÓ4, D vítamínbætt
 • 3 dl HVEITI
 • 200 gr HRÍSGRJÓN, hvít, póleruð, hrá

Súrsæt hvítlaukssósa:

 • 3 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 msk EDIK, Hvítvíns-
 • 180 gr ANANASKURL
 • 3 dl Vatn
 • 15 gr TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE
 • 0.5 msk PÚÐURSYKUR
 • 100 gr BLAÐLAUKUR, hrár

Aðferð:

 1. Öllu blandað saman með pískara, nema eggjahvítunni og hveitinu.
 2. Hveitinu (eftir þörfum) hrært út í með pískara, látið standa í eina klukkustund.
 3. Eggjahvítan er stífþeytt og snúið í deigið með sleif rétt fyrir notkun eða steikingu.
  Deigið á að vera álíka þykkt og vöffludeig.
 4. Rækjunum er díft í deigið og þær steiktar í djúpri feiti við ca. 170 °C. þar til þær eru gullinbrúnar.

Rækjurnar eru bornar fram með súrsætri hvítlaukssósu og hrísgrjónum.

 

Súrsæt hvítlaukssósa:

1. Öllu blandað saman í pott, hitað að suðu og látið sjóða rólega í nokkrar mínútur. Meðan á suðunni stendur er sósan bragðbætt með því sem á undan er getið.

2. Sósan er þykkt með 1 og 1/2 msk. af maísenamjöli og 1 msk. af vatni eða eins og þurfa þikir, soðið í smá stund.

 

 

Kaloríur 411 21%
Sykur 9g 10%
Fita 5g 7%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Djúpsteiktar rækjur "Orly", með súrsætri hvítlaukssósu og hrísgrjónum.
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér