Hryggvöðvi með sveppa- og bláber...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 200 ml KJÖTSOÐ
 • 1 kg LAMBAHRYGGVÖÐVAR, án fitu, hráir
 • 3 ml ÓLÍFUOLÍA
 • 1 msk SMJÖR, sérsaltað
 • 1.5 dl Vatn
 • 0.5 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 4 stk LAUKUR, Shallot-
 • 15 gr SVEPPIR, Villi-
 • 100 ml PÚRTVÍN

Aðferð:

Nokkrar ferskar timjangreinar notaðar einnig í þessa uppskrift.

Kjötið skorið í bita, 8-10 cm langa, og kryddað með pipar og 1/2 tsk af kryddjurtablöndunni, timjangreinum vafið um kjötið það lagt á fat og 2 msk af olíunni ýrt yfir. Látið liggja í hálftíma og snúið einu sinni. Sveppirnir settir í skál, heitu vatni hellt yfir og látið standa í hálftíma. Ofninn hitaður í 220 gráður. Smjörið brætt í potti og skalottlaukurinn og hvítlaukurinn látinn krauma við meðalhita þar til hann er meyr en þá er sveppunum og vatninu af þeim hellt saman við og látið sjóða rösklega niður. Afgangurinn af olíunni hitaður vel á þykkbotna pönnu, þar til nærri er farið að rjúka úr henni. Þá er kjötið saltað, sett á pönnuna með fituhliðina niður og steikt við háan hita í um 2 mínútur. Snúið og síðan er pönnunni stungið beint í ofninn í 6-8 mínútur. Soði og púrtvíni hellt út í sósuna og látið sjóða rösklega í 5 mínútur. Smakkað til með pipar og salti. Kjötið sett á hitað fat og sósunni hellt í kring eða hún borin fram með.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 439 22%
Sykur 0g 0%
Fita 21g 30%
Hörð fita 10g 50%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Hryggvöðvi með sveppa- og bláberjasósu
Tommasi Le Prunée Merlot
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Le Prunée Merlot
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Tommasi "Le Prunée" Merlot er mjög gott með grilluðu lambakjöti, bragðmiklum pastaréttum, lasagna og ostum af ýmsu tagi. Enn ein skrautfjöðurin frá...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér