Einfaldur pastaréttur I
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 50 gr OSTUR, rjómaostur, 27% fita
 • 1 tsk ÓLÍFUOLÍA
 • 0.5 stk PAPRIKA, rauð
 • 100 gr PASTA, soðið
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 80 gr SKINKA, brauðskinka, soðin
 • 8 dl Vatn
 • 290 ml PASTASÓSA

Aðferð:

 1. Setjið vatn, salt og ólífuolíu í pott og látið suðuna koma upp.
 2. Setjið pastað út í pottinn og sjóðið í um 10 mínútur.
 3. Sneiðið paprikuna og saxið skinkuna í grófa bita.
 4. Hitið spaghettisósuna í potti og setjið paprikuna og skinkuna út í. Hitið vel.
 5. Blandið pastanu og sósunni saman í fallega skál og berið fram með rifnum osti og góðu brauði.

Það má setja hvað sem er í þennan pastarétt, t.d. sveppi, ananas, maískorn, nýrnabaunir, túnfisk og margt fleira.

Kaloríur 185 9%
Sykur 11g 12%
Fita 8g 11%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Einfaldur pastaréttur I
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér