Thai kjúklingur í grænu karrý
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 100 gr BAUNIR, grænar, hráar
 • 0.6 dl Kóríander, lauf
 • 1 msk límónusafi (lime)
 • 2 dl KÓKOSMJÓLK
 • 1.5 msk KARRÍ, Grænt
 • 1 msk FISKISÓSA
 • 100 ml Vatn
 • 2 tsk PÚÐURSYKUR
 • 1 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 500 gr Kjúklingabringur, án skinns
 • 250 gr HRÍSGRJÓN, hvít, póleruð, hrá
 • 1 tsk Lime, börkur

Aðferð:


Hitið olíuna á wok pönnu og setjið laukinn og karrýið út í, látið malla í 1 mínútu og hrærið stöðugt í. Setjið kókosmjólkina og vatnið út í og látið suðuna koma upp, setjið þá kjúklinginn, baunirnar og kóríander laufin út í og látið malla í 15-20 mín. eða þangað til kjúllinn er orðinn mjúkur. Bætið fiskisósunni, 1 msk lime safa, lime berkinum og púðursykrinum útí og hrærið vel. 
Rétt áður en rétturinn er borin fram er sett smá af fersku kóríander yfir. Borið fram með hrísgrjónum.

Kaloríur 438 22%
Sykur 3g 3%
Fita 7g 10%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Thai kjúklingur í grænu karrý
Campo Viejo Reserva
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Campo Viejo Reserva
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Gengur afar vel með lambakjöti og þá einkum grilluðu. Einstaklega gott með tapasréttum og ostum í mýkri kantinum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér