Kjöt og kartöflur í karrýsósu
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 5 stk GULRÆTUR, hráar
 • 2.5 msk HVEITI
 • 2.5 stk KARRÍ, duft
 • 450 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 1 kg LAMBAKJÖT, súpukjöt, hrátt
 • 30 gr SMJÖR, sérsaltað
 • 1000 ml VATN, drykkjarvatn
 • 2 stk LÁRVIÐARLAUF

Aðferð:

Kjötið sett í pott. Ef bitarnir eru stórir er e.t.v. best að skipta þeim í minni bita. Köldu vatni hellt yfir og hitað að suðu. Froða fleytt ofan af. Lárviðarlaufi, pipar og salti bætt í pottinn og látið malla við fremur hægan hita í um 25 mínútur. Gulræturnar hreinsaðar, skornar í bita og settar út í. Látið malla í um 25 mínútur í viðbót. Þá er kjötið og gulræturnar tekið upp úr og haldið heitu. Smjörið brætt í öðrum potti. Karríduftinu stráð yfir, hrært og látið krauma í um 1/2 mínútu. Þá er hveitinu stráð yfir og hrært þar til það hefur samlagast smjörinu. Soði hellt saman við smátt og smátt, þar til sósan er hæfilega þykk, og hrært stöðugt á meðan. Látið malla í 5-10 mínútur. Svolitlum rjóma eða mjólk e.t.v. hrært saman við og bragðbætt með pipar og salti eftir smekk. Kjötið borið fram með gulrótunum (eða soðnum kartöflum), hrísgrjónum og sósu.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðu: www.lambakjot.is

Kaloríur 909 45%
Sykur 0g 0%
Fita 72g 103%
Hörð fita 36g 180%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Kjöt og kartöflur í karrýsósu
Casillero del Diablo Cabernet Sauvignon
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Casillero del Diablo Cabernet Sauvignon
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Vín sem ræður við fjölbreyttan mat og ekki skemmir fyrir að hann sé grillaður. Skemmtilegt vín sem hentar vel með lambi, grís, nauti og dökku...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér