Tómatgljáðar kartöflur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 kg KARTÖFLUR, soðnar
 • 2 msk RJÓMI
 • 2 msk SMJÖR, sérsaltað
 • 1 dl SYKUR, STRÁSYKUR
 • 1.5 msk TÓMATSÓSA

Aðferð:

Ef notaðar eru forsoðnar kartöflur (Þykkvabæjar) er best að setja þær í pott og sjóða í fáeinar mínútur til að hita þær í gegn. Hellt í sigti og látið renna vel af þeim.. Sykrinum stráð á pönnu og hann bræddur við meðalhita án þess að hræra. Smjörið sett á pönnuna og henni hallað fram og aftur þar til smjörið er bráðið. Rjóma og tómatsósu hrært saman við. Kartöflurnar settar út í og hrært þar til þær eru alþaktar sykurbráð.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimsíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 281 14%
Sykur 3g 3%
Fita 9g 13%
Hörð fita 6g 30%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Tómatgljáðar kartöflur
Jacobs Creek Semillon Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacobs Creek Semillon Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frábært sumarvín sem hefur unnið til fjölda verðlauna.
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér