Tómat-carpaccio
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 3 msk OSTUR, Parmesan, rifinn
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 0.5 tsk SALT, Miðjarðarhafssalt
 • 10 stk Tómatar
 • 1 msk BALSAM EDIK
 • 1 msk HNETUR, Furu-
 • 2 tsk SÍRÓP, Hlyn-

Aðferð:

Tómatarnir skornir í þunnar sneiðar og raðað á stóran disk eða kringlótt fat. Best er að byrja í miðjunni, raða sneiðunum í sístækkandi hringi og láta þær skarast vel. Kryddað með pipar og salti. Ólífuolía, balsamedik og hlynsíróp hrist eða þeytt saman og dreypt jafnt yfir. Plastfilma breidd yfir og látið standa í 20-30 mínútur. Á meðan eru furuhneturnar ristaðar á þurri pönnu þar til þær eru farnar að taka lit. Dreift yfir tómatana og síðan eru nokkrar flísar skornar af parmesanostinum með ostaskera og settar ofan á og skreytt með basilíku.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 177 9%
Sykur 1g 1%
Fita 17g 24%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Tómat-carpaccio
Jacob´s Creek Riesling
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob´s Creek Riesling
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frekar þurrt en jafnframt ávaxtaríkt vín, mjög aðlaðandi karakter með undirliggjandi lime og sítrus. Vín í góðu jafnvægi með kraftmiklu og þægilegu...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér