Eggjakaka
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 120 gr BRAUÐ, heilhveitibrauð
 • 4 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 msk SMJÖR
 • 2 msk Vatn
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 1 tsk SALT, Maldon-

Aðferð:

 1. Brjótið eggin í skál, bætið við vatni, salti og pipar. Þeytið vel saman með gaffli.
 2. Bræðið smjörið á lítilli pönnu, þar til það freyðir. Látið það ekki brúnast.
 3. Hellið eggjablöndunni í pönnuna.
 4. Þegar eggin fara að hlaupa saman í brúninni, getið þið bætt fyllingunni í.
 5. Hellið pönnunni aðeins og ýtið brúninni að miðju, svo fljótandi blandan renni niður á pönnuna og stífni.
 6. Þegar eggjakakan hefur hlaupið saman, en er enn mjúk er hægt að losa brúnirnar og brjóta kökuna saman.
 7. Rennið kökunni á disk.

 

Borðið kökuna heita fram ásamt grænu salati og brauði.

Hægt er að nota alls konar fyllingar í kökuna t.d. rifinn ost, skinku, tómata og graslauk. Eða hvað sem til er í ísskápnum.

Kaloríur 104 5%
Sykur 0g 0%
Fita 4g 6%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Eggjakaka
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér