Grillaðar kótelettur með karrígljáa
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 msk HUNANG
 • 1 msk KARRÍ, duft
 • 14 stk LAMBAKÓTILETTUR, hráar
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 4 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 3 msk EDIK, Hvítvíns-

Aðferð:

Kóteletturnar snyrtar og fituhreinsaðar að hluta. Lítil panna hituð, karríinu stráð á hana og síðan er olíu, ediki, hunangi, hvítlauk, pipar og salti hrært saman við. Hitað að suðu og síðan tekið af hitanum og látið kólna ögn. Kóteletturnar penslaðar vel á báðum hliðum með blöndunni. Grillaðar við meðalhita í 3-5 mínútur á hvorri hlið, eftir smekk. Stráið e.t.v. svolitlu sesamfræi yfir kóteletturnar um leið og þær eru teknar af grillinu.
Afganginn af kryddleginum má setja í pott ásamt 1 smátt söxuðum lauk, 50 g af rúsínum og 1 söxuðu epli og láta malla í 10-12 mínútur. Þetta er svo borið fram sem kryddmauk með lambinu, ásamt kúskús eða soðnum hrísgrjónum og léttsoðnu eða grilluðu grænmeti.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 141 7%
Sykur 0g 0%
Fita 12g 17%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grillaðar kótelettur með karrígljáa
Casillero del Diablo Merlot
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Casillero del Diablo Merlot
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Diablo Merlot hentar vel með nauti og villibráð ásamt flestu öðru kjöti. Frábært eitt og sér en nýtur sín betur með mat. Án efa eitt áhugaverðasta...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér