Hryggvöðvi með papriku-mintusósu
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 2 stk PAPRIKA, rauð
 • 1.5 dl RAUÐVÍN
 • 50 gr SMJÖR, sérsaltað
 • 3 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 3 msk MYNTA
 • 2 stk LAUKUR, Shallot-
 • 800 gr Lambafille, fulleldað

Aðferð:

Kjötið skorið í 4-6 álíka stóra bita. Hvítlauksgeirarnir pressaðir og hrært saman við olíu og pipar. Blöndunni dreift á kjötið, sett í poka og látið standa í kæli í a.m.k.1 klst. Á meðan er grillið í ofninum eða útigrill hitað og paprikurnar skornar í helminga og grillaðar þar til hýðið er nærri orðið svart; þá er paprikunum stungið í poka í nokkrar mínútur og síðan ætti að vera auðvelt að afhýða þær. Þær eru svo fræhreinsaðar og saxaðar fremur smátt. Ofninn hitaður í 200 gráður. Panna sem þolir að fara í ofninn hituð vel. Hvítlaukurinn strokinn af kjötinu og geymdur og síðan er kjötið snöggsteikt á báðum hliðum þar til það er vel brúnt og síðan stungið í ofninn í um 5 mínútur. Saltað ögn meira, tekið af pönnunni og haldið heitu. Pannan sett aftur á helluna og hvítlaukurinn og skalottlaukurinn settur á hana ásamt paprikunum. Steikt í 1-2 mínútur og síðan er víni, soði eða vatni hellt yfir, látið sjóða rösklega niður í 2-3 mínútur og síðan er pannan tekin af hitanum, smjörið sett út í og hrært þar til það er bráðið, og mintulaufinu hrært saman við. Hellt yfir kjötið og borið fram.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 481 24%
Sykur 0g 0%
Fita 34g 49%
Hörð fita 9g 45%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Hryggvöðvi með papriku-mintusósu
Marquez de Arienzo Reserva
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Marquez de Arienzo Reserva
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Gott með ljósu og rauðu kjöti, grillsteikum og villibráð.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér