Grillað lambalæri að hætti Prove...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2.2 kg LAMBALÆRI, fitusnyrt, hrátt
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 200 ml RAUÐVÍN
 • 2 stk RÓSMARÍN, grein
 • 0.5 stk STEINSELJA
 • 4 stk Tómatar
 • 2 msk SINNEP, Dijon
 • 5 stk HVÍTLAUKSRIF

Aðferð:

Allt nema lambalærið og rauðvínið sett í matvinnsluvél og hún látin ganga þar til það er komið í mauk. Víninu þeytt saman við. Lambalærið sett á stórt fat með skurðfletina upp og maukinu dreift jafnt yfir. Plast breitt yfir og látið standa í kæli í nokkrar klukkustundir; snúið einu sinni eða tvisvar. Síðan er kjötið tekið úr kryddleginum, vafið upp og bundið um það á nokkrum stöðum; best er að þykktin sé sem jöfnust. Grillið hitað vel og þegar það er orðið heitt er slökkt á öðrum brennaranum á gasgrilli en á kolagrilli eru kolin færð til hliðanna og álbakki með dálitlu vatni settur í miðjuna. Lærið sett þar yfir, þannig að engir logar eða glóð séu undir, grillinu lokað og kjötið grillað í 1½-2 klst; snúið tvisvar eða þrisvar og e.t.v. penslað með kryddleginum. Þegar lærið er tilbúið er það tekið af grillinu og látið standa í 15-20 mínútur en á meðan er afgangurinn af kryddleginum settur í pott og látinn sjóða rösklega í nokkrar mínútur. Borinn fram sem sósa með kjötinu.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 1019 51%
Sykur 3g 3%
Fita 61g 87%
Hörð fita 28g 140%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grillað lambalæri að hætti Provencebúa
La Habanera Kassavín
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • La Habanera Kassavín
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Þetta vín hefur legið 6 mánuði á eik og er frábært með lambi og grillmat.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér