Grillað lambalæri
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2.2 kg LAMBALÆRI, fitusnyrt, hrátt
 • 2 tsk PAPRIKUDUFT
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 2 tsk TÍMÍAN
 • 7 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 tsk OREGANO
 • 2 msk SÍTRÓNUBÖRKUR

Aðferð:

Kveikið á grillinu og hitið það vel. Fitusnyrtið lærið e.t.v. dálítið, gerið djúpar raufar í það á nokkrum stöðum með hnífsoddi og stingið hvítlauksgeirum inn í það. Blandið saman timjani, oregano, paprikudufti, sítrónuberki, pipar og salti og nuddið vel á allt lærið.
 
Slökkvið á öðrum brennaranum á gasgrilli (ef notað er kolagrill eru kolin færð út til hliðanna og álbakki hafður í miðjunni). Setjið lærið á grillið þar sem ekki er eldur undir og lokið síðan. Grillið lærið í 1 klst og 10 til 30 mínútur eftir stærð og eftir því hve mikið það á að vera grillað (notið kjöthitamæli ef þið eruð ekki viss).
Snúið lærinu tvisvar eða þrisvar en opnið grillið annars sem allra minnst. Ef óskað er eftir dekkri skorpu má færa það yfir eldinn seinustu mínúturnar og fylgjast þá vel með því. Best er að það fái að standa í 25-30 mínútur eftir að það er tekið af grillinu og á meðan má baka brauðið og grilla grænmetið.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 982 49%
Sykur 0g 0%
Fita 61g 87%
Hörð fita 28g 140%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grillað lambalæri
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Johann Shiraz Cabernet
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Ómótstæðilegur gullmoli frá Jacob´s Creek. Glæsileg uppbygging víns þar sem einungis sérvalin ber eru notuð, þrúgurnar Shiraz og Cabernet ná...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér