Grillað lambafille - fyllt með f...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 50 gr APRÍKÓSUR
 • 100 gr OSTUR, Fetaostur
 • 200 gr SPÍNAT, hrátt
 • 100 gr HNETUR, Furu-
 • 2 stk Lambafille, fulleldað

Aðferð:

Mótið holrými með því að troða trésleif í gegnum bita af lambafille, þannig að gat myndist endilangt.

Skolið spínatið og þerrið.

Steikið spínatið í ólífuolíu á pönnu, ásamt furuhnetum.

Þerrið á pappír.

Bætið fetaostinum saman við og blandið öllu vel saman í skál með höndunum.

Skerið apríkósur smátt niður og blandið saman við.

Kryddið með salti og pipar.

Setjið maukið síðan í sprautupoka og sprautið því inn í gatið á lambakjötinu.

Nú er það tilbúið beint á grillið í u.þ.b. 2 mín á hverri hlið (fjórar hliðar). Saltið og piprið kjötið eftir smekk.

Gangi ykkur vel!

Berið fram með fersku gænu salati , tómötum, blaðlauk, papriku og lárperu.

Kaloríur 252 13%
Sykur 1g 1%
Fita 23g 33%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grillað lambafille - fyllt með fetaosti, furuhnetum, spínati og apríkósum
Marquez de Arienzo Reserva
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Marquez de Arienzo Reserva
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Gott með ljósu og rauðu kjöti, grillsteikum og villibráð.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér