Fyllt lambalæri á grillið
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2.2 kg LAMBALÆRI, fitusnyrt, hrátt
 • 100 gr OSTUR, Fetaostur
 • 1 tsk RÓSMARÍN, grein
 • 11 stk TÓMATAR, sólþurrkaðir, í olíu
 • 10 stk BASIL
 • 3 msk HNETUR, Furu-
 • 3 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 3 msk PESTÓ

Aðferð:

Úrbeinið lærið að hluta en skiljið leggjarbeinið eftir. Blandið saman fetaosti, tómötum, furuhnetum, pestói, hvítlauk, kryddjurtum, pipar og dálitlu salti í skál og fyllið holrúmið með blöndunni. Lokið vel fyrir með grillpinnum (ef notaðir eru tréteinar er best að brjóta það sem út úr stendur af áður en lambið fer á grillið svo þeir brenni ekki). Kryddið lærið vel að utan með pipar og salti. Hitið grillið vel og hafið það lokað á meðan. Slökkvið síðan á öðrum/einum brennaranum. Ef notað er kolagrill, ýtið þá kolunum til hliðar í miðjunni og setjið álbakka þar. Leggið lærið á grindina þar sem enginn eldur er undir, lokið grillinu og grillið lærið við meðalhita í um eina klukkustund, eða eftir smekk. Grilltíminn fer líka eftir því hve mikill hiti er á grillinu og hann lengist ef hvasst er í veðri eða ef það er opnað oft, þá verður hitatapið svo mikið. Snúið lærinu þó einu sinni eða tvisvar ef grillið er aðeins með tvo brennara og hitinn því ekki jafn. Takið lærið af grillinu þegar það er tilbúið og látið það standa í a.m.k. 15-20 mínútur áður en það er skorið.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 1157 58%
Sykur 1g 1%
Fita 78g 111%
Hörð fita 33g 165%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fyllt lambalæri á grillið
Jacob´s Creek Cabernet Sauvignon
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob´s Creek Cabernet Sauvignon
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Mjög aðgengilegt vín. Þétt meðalfylling gerir þennan höfðingja að hvers manns hugljúfa.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér