Framhryggjarsneiðar með hunangshjúp
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 100 ml HUNANG
 • 0.5 tsk HVÍTLAUKSDUFT
 • 1 kg LAMBAFRAMPARTUR, fitusnyrtur, hrár
 • 1 msk PÚÐURSYKUR
 • 1 msk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 2 msk SOJASÓSA
 • 4 msk TÓMATSÓSA
 • 0.5 tsk CHILI, krydd

Aðferð:

Kjötsneiðarnar þerraðar og lagðar í eldfast fat. Allt hitt hrært saman, hellt yfir, kjötinu velt upp úr leginum og látið standa við stofuhita í 30-50 mínútur. Grillið hitað. Kjötið tekið úr leginum og sett á grillið. Grillað við nokkuð góðan hita og penslað öðru hverju með kryddleginum. Snúið öðru hverju og sneiðarnar færðar til eftir þörfum svo þær brenni ekki. Borið fram t.d. með kartöflusalati og grænmeti.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 679 34%
Sykur 6g 7%
Fita 43g 61%
Hörð fita 23g 115%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Framhryggjarsneiðar með hunangshjúp
Concha y Toro Trio
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Concha y Toro Trio
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Magnað vín með kjötréttum af ýmsu tagi. Kjúklingur og lambakjöt passa mjög vel með en líka bragðmeira kjöt eins og t.d. nautakjöt og villibráð.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér