Fjárhirðapottréttur frá Baskalandi
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 250 gr HRÍSGRJÓN, hvít, póleruð, hrá
 • 0.25 tsk CHILI, krydd
 • 1 tsk OREGANO
 • 2 stk LÁRVIÐARLAUF
 • 6 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1.5 dl RAUÐVÍN
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 tsk PAPRIKUDUFT
 • 2 stk PAPRIKA, rauð
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 2 stk LAUKUR, hrár
 • 1.5 kg LAMBAKJÖT, súpukjöt, hrátt
 • 3 msk Edik, rauðvíns

Aðferð:

Kjötið fituhreinsað að mestu og skorið í fremur stóra bita, 3-4 sm á kant. Salti, pipar, papriku, oregano og chilipipar blandað saman og kjötið núið upp úr blöndunni og látið liggja í 1 klst við stofuhita.

Olían hituð í þykkbotna potti og kjötið brúnað á öllum hliðum við góðan hita. Tekið upp úr og sett á disk og mestallri fitunni hellt af pönnunni en 1-2 tsk skildar eftir. Laukurinn og hvítlaukurinn settur út í og látinn krauma við meðalhita í um 5 mínútur.

Á meðan er paprikan og edikið sett í matvinnsluvél eða blandara og maukað. Þegar laukurinn er meyr og gullinn er kjötinu raðað ofan á hann og síðan er paprikumaukinu, víninu og vatninu hellt yfir, lárviðarlaufin sett út í, hitað að suðu, lokað og látið malla undir loki við vægan hita í um 1 klst. Lokið tekið af og soðið í um hálftíma í viðbót, eða þar til kjötið er vel meyrt og sósan hefur soðið niður og þykknað (ef allur vökvi gufar upp má bæta meira vatni út í).

Smakkað til, lárviðarlaufin fjarlægð, og borið fram t.d. með hrísgrjónum, kartöflustöppu eða ofnsteiktum kartöflum og grænu salati.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 1418 71%
Sykur 0g 0%
Fita 106g 151%
Hörð fita 49g 245%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fjárhirðapottréttur frá Baskalandi
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér