Chilikryddað lambakebab
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 0.5 tsk KARRÍ, duft
  • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
  • 250 ml TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE
  • 3 stk HVÍTLAUKSRIF
  • 1 stk LIME
  • 800 gr Lambafille, fulleldað
  • 150 ml Chili-sósa

Aðferð:

Kjötið skorið í gúllasbita. Chilisósu, hvítlauk, karríi, olíu, límónusafa og pipar blandað saman í skál, kjötið sett út í og látið standa í kæli í a.m.k. 1 klst. Þá er kjötið tekið úr leginum en hann geymdur. Kjötið saltað og þrætt upp á teina. Útigrill eða grillið í ofninum hitað og kjötið grillað við góðan hita þar til það hefur tekið góðan lit á öllum hliðum og er steikt í gegn. Á meðan er kryddlögurinn settur í pott ásamt tómatmauki, hitað að suðu og látið malla í 5-10 mínútur. Smakkað til með pipar og salti og borið fram með kjötinu.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni:www.lambakjot.is

Kaloríur 493 25%
Sykur 15g 17%
Fita 20g 29%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Chilikryddað lambakebab
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér