Chili-apríkósugljáður lambahryggur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 100 ml SWEET CHILI SÓSA
 • 2 msk SÓSUJAFNARI
 • 3 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 200 ml APRÍKÓSUSULTA
 • 400 ml RAUÐVÍN
 • 2 kg LAMBAHRYGGUR, með fitu, hrár

Steinseljukartöflur:

 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 tsk PAPRIKUDUFT
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 40 gr STEINSELJA
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 kg KARTÖFLUR, hráar
 • 3 msk HVEITI

Aðferð:

Skerið djúpan skurð þétt upp við hryggsúluna báðum megin, alveg niður að rifjum og höggvið rifin frá. Einnig má láta saga eða höggva hryggsúluna frá í versluninni. Leggið báða hrygghelmingana í eldfast mót eða á bakka.

Blandið saman apríkósusultu, chili-sósu, hvítlauk, pipar og salti og hellið yfir. Látið standa í um klukkustund við stofuhita og snúið nokkrum sinnum. Hitið ofninn í 235°C.

Setjið hrygghelmingana í ofnskúffu eða stórt, eldfast mót og látið rifin snúa niður. Setjið kjötið í ofninn og steikið það í 12-15 mínútur. Takið það þá út, breiðið álpappír lauslega yfir og látið standa í um 10 mínútur. Setjið það aftur í ofninn við sama hita, hellið víninu í fatið (ekki yfir kjötið) og steikið í um 10 mínútur í viðbót, eða eftir smekk.

Fylgist með því og breiðið álpappír yfir ef það virðist ætla að dökkna of mikið. Takið það út og látið standa í a.m.k. 10 mínútur, áður en skorið er í það. Hellið rauðvínssoðinu í pott, hitið að suðu og látið malla í nokkrar mínútur. Smakkið og bragðbætið eftir smekk. Þykkið sósuna svolítið með sósujafnara og berið hana fram með kjötinu, ásamt steinseljukartöflum.

Steinseljukartöflur:

Athugið, notið litlar kartöflur. Setjið kartöflurnar í skál. Blandið saman hveiti, paprikudufti, pipar og salti, stráið þessu yfir kartöflurnar og veltið þeim upp úr blöndunni. Hitið olíuna á stórri pönnu. Setjið kartöflurnar á pönnuna og steikið þær við nokkuð góðan hita þar til þær eru heitar í gegn og farnar að taka lit. Hristið pönnuna oft á meðan til að snúa kartöflunum. Saxið steinseljuna smátt og stráið yfir. Hristið pönnuna einu sinni enn og takið hana síðan af hitanum.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 2134 107%
Sykur 121g 134%
Fita 162g 231%
Hörð fita 76g 380%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Chili-apríkósugljáður lambahryggur
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér