Berja- og villikryddað lambalæri
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 2 dl BLÁBER
  • 2.2 kg LAMBALÆRI, fitusnyrt, hrátt
  • 1 stk LAUKUR, hrár
  • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
  • 2 msk GARÐABLÓÐBERG

Aðferð:

Fitusnyrtið e.t.v. lambalærið svolítið og stingið í það með beittum hnífsoddi á nokkrum stöðum. Blandið saman kryddjurtum, söxuðum lauk, léttkrömdum berjum og pipar og dreifið jafnt á lærið. Vefjið það í álpappír og látið liggja í sólarhring í ísskáp. Takið það þá út, setjið í olíuborið steikarfat og látið standa í um 1 klst. Hitið á meðan ofninn í 220°C. Saltið lærið, setjið það í ofninn og steikið í um 15 mínútur. Lækkið þá hitann í 150°C og steikið áfram í 1 klst. og 15 mín. eða lengur, eða þar til kjöthitamælir sem stungið er í vöðvann þar sem hann er þykkastur sýnir 60°C fyrir meðalsteikt, 70°C fyrir gegnsteikt. Takið lærið þá út og látið bíða á hlýjum stað í u.þ.b. 20 mínútur áður en það er borið fram.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 1029 51%
Sykur 0g 0%
Fita 68g 97%
Hörð fita 29g 145%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Berja- og villikryddað lambalæri
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér