Armensk lifur með papriku og tóm...
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 1 stk LAMBALIFUR, hrá
  • 1 stk PAPRIKA, græn
  • 0.5 tsk PIPAR, svartur
  • 0.5 tsk SALT, borðsalt
  • 1 stk SÍTRÓNUR
  • 3 msk SMJÖR, sérsaltað
  • 4 stk Tómatar
  • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
  • 1 msk MYNTA

Aðferð:

Hitið grillið í ofninum. Hreinsið lifrina og skerið hana í teninga, um 3 sm á kant. Fræhreinsið paprikuna og skerið hana í ræmur. Skerið tómatana í báta. Blandið öllu saman á álpappírsklæddri bökunarplötu eða í ofnskúffu og kryddið með pipar og salti. Saxið hvítlaukinn smátt og setjið í pott ásamt smjöri, myntu og safanum úr sítrónunni. Hitið þar til smjörið er bráðið. Hellið því þá yfir lifrar- og grænmetisblönduna og hrærið. Setjið í ofninn, nálægt grillristinni, og grillið í um 10 mínútur, eða þar til lifrin er rétt steikt í gegn og grænmetið farið að brúnast. Hrærið í öðru hverju.

Saltið og piprið eftir smekk.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 85 4%
Sykur 0g 0%
Fita 9g 13%
Hörð fita 6g 30%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Armensk lifur með papriku og tómötum
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér