Arabískt lambalæri með grænmeti
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 2 stk Eggaldin
  • 2.5 kg LAMBALÆRI, fitusnyrt, hrátt
  • 3 stk LAUKUR, hrár
  • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
  • 1 tsk PIPAR, svartur
  • 1.5 tsk SALT, borðsalt
  • 500 gr Tómatar
  • 6 stk HVÍTLAUKSRIF
  • 2 tsk OREGANO

Aðferð:

Ofninn hitaður í 220 gráður.

Lærið fitusnyrt og síðan er beittum hnífsoddi stungið í það á nokkrum stöðum og hvítlauksflísum stungið í raufarnar.

Kryddað vel með pipar og salti.

Stórt eldfast fat smurt með olíunni og grænmetinu raðað í það í lögum. Kryddað með oregano, pipar og salti á milli laga.

Lærið er svo lagt ofan á, sett í ofninn og steikt í um 2 klst (eða töluvert skemur, eftir smekk).

Lærinu er snúið einu sinni á steikingartímanum og í lokin er það fjarlægt, hitinn hækkaður meira og grænmetið látið brúnast vel að ofan.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 1175 59%
Sykur 0g 0%
Fita 76g 109%
Hörð fita 33g 165%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Arabískt lambalæri með grænmeti
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér