Appelsínugljáður lambavöðvi
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 stk APPELSÍNUR
 • 2 msk BALSAM EDIK
 • 1 msk SOJASÓSA
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 tsk PAPRIKUDUFT
 • 1 dl MARMELAÐI
 • 1 kg LAMBAfille, hrátt
 • 1 msk HUNANG
 • 3 stk HVÍTLAUKSRIF

Aðferð:

Setjið kjötið í skál.

Kreistið safann úr annarri appelsínunni og hrærið honum saman við marmelaði, balsamedik, hunang og sojasósu.

Saxið hvítlaukinn smátt og blandið honum saman við ásamt paprikudufti og pipar.

Hellið leginum yfir kjötið og veltið því upp úr honum.

Látið standa í kæli í nokkrar klukkustundir og snúið kjötbitunum öðru hverju.

Hitið ofninn í 200°C.

Takið kjötbitana úr leginum, saltið þá og raðið þeim í eldfast fat.

Skerið eina appelsínu í 12 báta og raðið þeim í kring.

Hellið appelsínuleginum yfir. Setjið í ofninn og steikið í um hálftíma, eða þar til kjarnhitinn í kjötinu er 55-65°C, eftir því hversu mikið steikt það á að vera.

Ausið leginum yfir það tvisvar eða þrisvar og snúið e.t.v. appelsínubátunum.

Leggið kjötið á bretti, breiðið álpappír lauslega yfir og látið standa í nokkrar mínútur, áður en það er skorið í sneiðar og borið fram ásamt appelsínusósunni og appelsínunum.

Saltið og piprið eftir smekk.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 389 19%
Sykur 2g 2%
Fita 16g 23%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Appelsínugljáður lambavöðvi
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér