Lambakjötssalat með kirsuberjató...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 msk HNETUR, pistasíuhnetur
 • 300 gr LAMBAHRYGGVÖÐVAR, án fitu, hráir
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 2 msk RAUÐVÍN
 • 2 msk BALSAM EDIK
 • 2 stk BASIL
 • 250 gr TÓMATAR, Kirsuberja
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 400 gr SALAT, Kletta

Aðferð:

Skerið kjötið í 2-3 bita. Hrærið saman í skál rauðvínsediki, balsamediki og hvítlauk, setjið kjötið út í og látið standa í a.m.k. hálftíma. Snúið kjötinu öðru hverju. Hitið á meðan ofninn í 220°C. Dreifið kirsiberjatómötunum á pappírsklædda bökunarplötu eða í eldfast fat, ýrið 1 msk. af olíu yfir og kryddið með pipar og salti. Setjið í ofninn í um 10 mínútur, eða þar til tómatarnir eru farnir að taka lit og eru alveg meyrir í gegn. Takið þá út og látið kólna. Takið kjötið síðan upp úr kryddleginum og þerrið það létt með eldhúspappír en geymið löginn. Kryddið kjötið með pipar og salti. Hitið 1 msk. af olíu á pönnu og steikið kjötið við fremur háan hita í um 2 mínútur á hvorri hlið (fyrir kjöt sem er rautt í miðju). Takið það af hitanum og látið bíða nokkra stund. Hellið kryddlegi og basilolíu á heita pönnuna og látið standa smástund. Dreifið salatblöðunum á fat. Skerið kjötið á ská í mjög þunnar sneiðar og dreifið því yfir salatið ásamt tómötunum. Hellið vökvanum af pönnunni yfir og dreifið e.t.v. söxuðum pistasíuhnetum yfir allt saman.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 237 12%
Sykur 5g 6%
Fita 15g 21%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Lambakjötssalat með kirsuberjatómötum
Concha y Toro Carmenere Cabernet Sauvignon Reserva - Kassavín
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Concha y Toro Carmenere Cabernet Sauvignon Reserva - Kassavín
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Vín sem kemur skemmtileg á óvart. Hentar einstaklega vel með kjöti og þá sér í lagi grillmat. Þægilegt en jafnframt þétt vín með löngu eftirbragði....
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér