Grafið lambakjöt
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 500 gr LAMBAfille, hrátt
 • 1 msk PIPAR, svartur
 • 2 msk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 1 msk TÍMÍAN
 • 4 msk GARÐABLÓÐBERG
 • 1 kg SALT, Maldon-

Aðferð:

Allar himnur og fita skorið af hryggvöðvanum. Salti og sykri blandað saman, hluta af því dreift á fat, kjötið lagt ofan á og afganginum af saltinu dreift jafnt yfir. Eftir um 3 klst. er saltið strokið af kjötinu og því e.t.v. brugðið örsnöggt undir rennandi kalt vatn til að skola af því. Kryddjurtirnar saxaðar og blandað saman við piparinn. Núið inn í kjötið og það er svo látið liggja í blöndunni í sólarhring undir léttu fargi. Þá eru kryddjurtirnar stroknar af og kjötið skorið í þunnar sneiðar.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 239 12%
Sykur 7g 8%
Fita 8g 11%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grafið lambakjöt
Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Hentar með öllu kjöti, pastaréttum og ostum. Hefur farið sigurför um landið undanfarin ár og ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa frábæra víns.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér