Þýsk pylsusúpa
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 250 gr BAUNIR, rauðar nýrnabaunir, soðnar
 • 125 gr HVÍTKÁL, hrátt
 • 225 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 9 dl KJÖTSOÐ
 • 95 gr LAUKUR, hrár
 • 3 stk SELLERÍ, stilksellerí
 • 150 gr VÍNARPYLSUR
 • 440 gr TÓMATAR, BUFF

Aðferð:

Kartöflur, laukur, sellerí, tómatar,  og kjötsoð eru sett í pott. Látið sjóða og malla í svona 20 mínútur. Þá eru baunirnar og kálið sett útí og látið malla í aðrar 20 mínútur eða þar til allt er hæfilega soðið.
Þá er pylsubitunum og salti og pipar bætt útí og hitað í gegn.
Gott að hafa nýbakað brauð með.


Verði ykkur að góðu!

Kaloríur 260 13%
Sykur 5g 6%
Fita 9g 13%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Þýsk pylsusúpa
Mezzacorona Trentino Merlot
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Mezzacorona Trentino Merlot
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Snilldarvín með pasta, lasagna og kjúklingaréttum af ýmsu tagi. Mezzacorona Merlot hefur glatt margan manninn í stórveislum og segir það ýmislegt...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér