Innbakað nautahakk
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 250 gr SVEPPIR, hráir
 • 2 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk RÓSMARÍN, grein
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 stk PAPRIKA, rauð
 • 10 stk ÓLÍFUR, grænar
 • 500 gr NAUTAHAKK, nautgr 12-20% fita hrátt
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 2 msk HVEITI
 • 1 stk SMJÖRDEIG

Aðferð:

Stillið bakarofninn á 200°C. Afþýðið smjördeigið. Brúnið sveppina. Hrærið saman nautahakki, kryddi, eggjum, hveiti, lauk, sveppum, papriku, og ólífum en athugið að nota ekki alveg öll eggin, geymið smávegis til að pensla á smjördeigið. Leggið smjördeigslengjurnar aðeins inn á hvor aðra og fletjið út í ferning 40x30 cm. Formið hakkblönduna eins og brauð og pakkið inn í deigið. Pennslið deigið þar sem brúnirnar lokast og lokið vel. Setjið í eldfast mót og bakið í klukkutíma.

 

Það er einfalt og gott að baka kartöflur með í öðru móti í ofninum þá er heil veislumáltið tilbúin klukkutíma eftir að þú kemur matnum fyrir í ofninum. Auðvitað getur hver og einn útfært þessa máltíð að eigin smekk, t.d. með því að blanda góðum ostum í nautahakkblönduna, sleppa ólífunum eða aðlaga réttinn á annan hátt að smekk fjölskyldunnar.

 

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.kjot.is

Kaloríur 295 15%
Sykur 0g 0%
Fita 18g 26%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Innbakað nautahakk
Jacob´s Creek Cabernet Sauvignon
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob´s Creek Cabernet Sauvignon
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Mjög aðgengilegt vín. Þétt meðalfylling gerir þennan höfðingja að hvers manns hugljúfa.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér