Créme brúlée
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 4 stk EGGJARAUÐUR, hænu-, hráar
 • 250 ml RJÓMI
 • 100 gr SYKUR, STRÁSYKUR
 • 250 ml MJÓLK
 • 1 stk VANILLU STÖNG

Aðferð:

 1. Ofninn hitaður í 150°C og vatn sett í ofnskúffuna.
 2. Vanillustöngin er soðin í mjólkinni og rjómanum ásamt helmingnum af sykrinum og blandan síðan kæld nokkuð.
 3. Rauðurnar þeyttar ljósar og léttar með afganginum af sykrinum.
 4. Vanillustöngin tekin upp úr og rjómablöndunni þeytt smám saman út í eggin. Hellt í lítil eldföst form sem bökuð eru í vatnsbaði þar til búðingurinn er stífur.
 5. Þá er hann kældur vel í formunum, hrásykri stráð yfir og hann bræddur með til þess gerðum græjum (litlu logsuðutæki!) en það má nota grillið í ofninum ef það er öflugt. Búðingurinn má nefnilega helst ekki hitna um of, bara brenna toppinn.
Kaloríur 342 17%
Sykur 25g 28%
Fita 23g 33%
Hörð fita 14g 70%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Créme brúlée
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér