Grillpinnar með hakki og grænmeti
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 msk AB - MJÓLK
 • 6 msk BRAUÐRASP
 • 8 stk SVEPPIR, hráir
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 stk PAPRIKA, rauð
 • 600 gr NAUTAHAKK, nautgr 12-20% fita hrátt
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 2 msk GRASLAUKUR, hrár
 • 1 stk Eggaldin
 • 10 stk TÓMATAR, Kirsuberja

Aðferð:

Hrærið saman hakkinu, raspnum, AB-mjólkinni, lauknum og kryddinu. Látið bíða á meðan grænmetið er skorið í bita sem gott er að þræða upp á grillpinna. Mótið litlar bollur, gætið þess að þær séu hæfilega fastar í sér. Ef deigið er of mjúkt er sniðugt að bæta meiri brauðraspi saman við. Þræðið bollurnar á grillpinnana og grænmetið að vild þar á milli. Grillið pinnana uns tilbúið. Einnig má steikja þá í ofninum.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.bonus.is

Kaloríur 396 20%
Sykur 1g 1%
Fita 22g 31%
Hörð fita 9g 45%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grillpinnar með hakki og grænmeti
Wyndham Bin 555 Shiraz
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Wyndham Bin 555 Shiraz
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frábært með nautasteikinni en einnig gott með lambi og villibráð. Sérlega gott með kröftugum grillmat. Shiraz er að verða ein vinsælasta þrúgan á...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér