Grísapottur í hnetusósu
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 3.5 msk HNETUSMJÖR
 • 3 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 tsk ENGIFER
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 250 gr HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 2 msk TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE
 • 600 gr SVÍNAGÚLLAS, hrátt
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 2 stk PAPRIKA, rauð
 • 1000 ml KJÖTSOÐ
 • 0.5 tsk CHILI, krydd

Aðferð:

Brúnið kjötið í vel heitri olíu. Setjið gróft saxaðan hvítlaukinn og paprikur í bitum út í og steikið létt með í lokin (ef notaður er chili pipar þá er hann kjarnhreinsaður, saxaður fínt og settur með í  lok steikingarinnar).
Heillið kjötsoðinu yfir og látið sjóða við vægan hita í 30 mín. Bætið þá tómatmaukinu, engiferduftinu og hnetusmjörinu í og sjóðið áfram í um 10 mín.
Bragðbætið með salti og pipar ef þarf og þykkið með maísmjöli.
Berið fram með hrísgrjónum, salati og nýbökuð brauði.

Kaloríur 478 24%
Sykur 0g 0%
Fita 21g 30%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grísapottur í hnetusósu
Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Hentar með öllu kjöti, pastaréttum og ostum. Hefur farið sigurför um landið undanfarin ár og ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa frábæra víns.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér