Grænmeti og pasta
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 stk Eggaldin
 • 0.75 dl ÓLÍFUOLÍA
 • 120 gr ÓLÍFUR, grænar
 • 1 stk PAPRIKA, gul
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 2 stk Tómatar
 • 20 gr BASIL
 • 350 gr PASTA, Tagliatelle

Aðferð:

Byrjið á því að hreinsa og sneiða eggaldinið niður, stráið salti yfir sneiðarnar, látið í sigti og látið bíða.
Hreinsið gulu paprikuna, takið burt fræ og skerið í tvo hluta. Hitið í ofni, flettið húðinni af og skerið paprikuna í fína strimla.
Skerið og hreinsið tómatana, saxið í mauk. Sneiðið niður ólífurnar.
Takið eggaldinið, skolið, hreinsið og skerið í ræmur.
Hitið vatn að suðu í potti, saltið, setjið pastað út í. Meðan pastað sýður, steikið allt grænmetið (ekki basil kryddið) á pönnu í 1/4 bolla af olíu í 7-8 mín.
Þegar pastað er soðið, sigið það og hellið út á pönnuna. Snögghitið alla blönduna og látið malla aðeins. Takið af hellunni, og stráið söxuðu basil yfir.

Kaloríur 363 18%
Sykur 0g 0%
Fita 8g 11%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grænmeti og pasta
Wyndham Bin 333 Pinot Noir
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Wyndham Bin 333 Pinot Noir
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Vínið er ljúffeng flétta af sætum rauðum berjum, kirsuberjum og jarðarberjum. Létt eik með vott af kanil sem spilar frábærlega með ávaxtaríku...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér