Grillað langskorið sítrónulambalæri
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk LAMBALÆRI, fitusnyrt, hrátt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 3 msk RÓSMARÍN, grein
 • 1 stk SÍTRÓNUR
 • 3 msk SOJASÓSA
 • 4 stk HVÍTLAUKSRIF

Aðferð:

Sítrónuberki er hrært saman við kryddjurtir, hvítlauk, sojasósu og pipar. Breiðum hnífsoddi stungið í kjötið á nokkrum stöðum, kryddblöndunni þrýst inn í rifurnar og síðan nuddað utan á lambið. Látið standa við stofuhita í klukkustund (eða 3-6 klst. í kæli). Grillið hitað og lærið sett á það þar sem hitinn er mestur, brúnað á öllum hliðum og snúið oft á meðan. Eftir um 10 mínútur er það fært til hliðar, frá mesta hitanum, og grillinu lokað. Best er að setja álbakka undir kjötið til að varna því að logar gjósi upp. Grillað í um 25 mínútur í viðbót, lengur ef það á að vera gegnsteikt. Saltið ef þörf er á, en rétt er að hafa í huga að sojasósan er sölt. Takið lambið af grillinu og látið standa í um 10 mínútur áður en það er borið fram.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.noatun.is

Kaloríur 57 3%
Sykur 0g 0%
Fita 2g 3%
Hörð fita 0g 0%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grillað langskorið sítrónulambalæri
Wyndham Bin 555 Shiraz
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Wyndham Bin 555 Shiraz
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frábært með nautasteikinni en einnig gott með lambi og villibráð. Sérlega gott með kröftugum grillmat. Shiraz er að verða ein vinsælasta þrúgan á...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér