Flæmskar kræklingakrókettur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 3 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 2 stk STEINSELJA
 • 50 gr SMJÖR, ósaltað
 • 1 stk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 2 stk SELLERÍ, stilksellerí
 • 240 ml NÝMJÓLK
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 1 kg KRÆKLINGUR, hrár
 • 180 ml HVÍTVÍN, millisætt
 • 1 msk HVEITI
 • 2 stk LAUKUR, Shallot-

Aðferð:

 

 •   salt
 •   pipar
 •   brauðmylsna
 •   grænmetisolía til djúpsteikingar

 

 

Leiðbeiningar:

1. Setjið kræklinginn í stóran pott með víninu, skallotlauknum og steinseljunni. Látið lokið á pottinn og eldið við meðalhita í nokkrar mínútur, hristið pottinn af og til eða þar til kræklingurinn hefur opnað sig. Síið kræklinginn án þess að skeyta um hvort hann hafi allur opnast eður ei. Geymið vökvann. Fjarlægjið kræklinginn úr skelinni og saxið hann fínt. Leggið til hliðar.

2. Hitið helming smjörsins á steikningapönnu, bætið sellerýinu og lauknum og brúnið létt þar til verður mjúkt.

3. Bætið 3 msk af vökvanum sem settur var til hliðar saman við laukblönduna og látið malla þar til allur vökvinn hefur gufað upp.

4. Á meðan, hitið í öðrum potti restina af smjörinu, bætið 1 msk af hveiti og eldið við miðlungshita í 2-3 mínútur.

5. Bætið hægt og rólega ca 120 ml af vökvanum sem settur var til hliðar af kræklingnum saman við, bætið svo mjólkinni og látið sjóða við stöðuga hræringu þar til sósan er orðin mjúk og þykk.

6. Bætið við saxaða kræklingnum, lauknum og sellerýblöndunni saman við sósua og að síðustu bætið við eggjarauðunum og sítrónusafanum.

7. Látið sjóða hægt og rólega, bætið við kryddinu og takið loks af hellunni og setjið á stóran disk og látið kólna alveg.

8. Formið kalda kræklinginn í stykki á stærð við egg, og rúllið þeim upp í sívalninga. Setjið til hliðar.

9. Hitið djúpsteikingarpott í 180°C. Pískið eggjahvíturnar í stórri skál þar til þær verða stífar.

10. Veltið kræklinga krókettunum í hveitinu, hristið af leifarnar og dífið þeim því næst í eggjahvíturnar og rúllið svo upp úr brauðmylsnunni þannig hún þeki allar hliðar.

11. Djúpsteikið í 8-10 mínútur þar til króketturnar verða gylltar, stökkar og gegnheitar.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.noatun.is

Kaloríur 371 19%
Sykur 0g 0%
Fita 18g 26%
Hörð fita 9g 45%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Flæmskar kræklingakrókettur
Tommasi Romeo
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Romeo
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Með ljúfan angan af cappuchino gefa ljúffeng og sæt kirsuber fögur fyrirheit sem er fylgt eftir með undirliggjandi súkkulaðitón. Fínlegt og fágað...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér