Chili Con Carne
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 800 gr BAUNIR, rauðar nýrnabaunir, soðnar
 • 1 stk KANILSTÖNG
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 stk CHILI Rauður
 • 2 dl Vatn
 • 200 gr TÓMATAR, sólþurrkaðir, í olíu
 • 800 gr TÓMATAR, niðursoðnir
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 400 gr NAUTAHAKK, nautgr 12-20% fita hrátt
 • 4 stk LAUKUR, hrár
 • 3 tsk KÚMEN
 • 1 stk BRAUÐ, dökk hveitibrauð
 • 3 tsk CHILI, krydd

Aðferð:

 1. Mixið laukinn og hvítlaukinn.
 2. Setjið olíu í pott og mýkið laukana.
 3. Mixið sólþurkuðu tómatana.
 4. Bætið sólþurkuðu og niðursoðnu tómötunum í pottinn.
 5. Bætið hakkinu í pottinn og vínglas af vatni.
 6. Hreinsið fræin frá chili piparnum og skerið fínt niður.
 7. Bætið chili útí pottinn.
 8. Bætið kúmeni og chili kryddinu í pottinn og hrærið.
 9. Bætið við kanilstönginni, saltið og piprið eftir smekk.
 10. Þetta er svo látið sjóða í 1,5 klst. en bætið við nýrnabaununum síðustu 30 mínúturnar.

Eftir að suðan kemur upp er gott að láta smjörpappír yfir pottinn og lokið yfir
Einnig er gott að kæla þetta yfir nótt og borða daginn eftir
Borið fram með dökku brauði (stökk skorpa)

Kaloríur 582 29%
Sykur 0g 0%
Fita 23g 33%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Chili Con Carne
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér