Ananasostakaka
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 3 stk EGG, hænuegg, hrá
  • 0.25 dl HNETUR, jarðhnetur
  • 2 msk HVEITI
  • 2 dl KÓKOSMJÖL
  • 6 stk MATARLÍM
  • 750 gr OSTUR, rjómaostur, 22% fita
  • 2 msk SMJÖR, ósaltað
  • 0.25 dl SYKUR, STRÁSYKUR
  • 200 gr ANANASKURL

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Setjið bökunarpappír í botninn á 26 sm klemmuformi. Blandið saman kókosmjöli, hnetum, hveiti og smjöri, og þrýstið í botninn á forminu. Bakið í 15 mín. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Látið leka af ananasinum, geymið 1/2 bolla af safanum. Aðskiljið eggin. Blandið saman safa, eggjarauðum og ¼ bolla af sykri. Hitið, hrærið stöðugt í þar til þykknar. Kreistið vökvann úr matarlíminu og leysið það upp í heitri hrærunni. Hrærið rjómaostinn mjúkann og blandið heitri hrærunni saman við. Kælið þar til þykknar. Þeytið eggjahvíturnar bætið því sem eftir er af sykrinum, stífþeytið. Blandið ananaskurlinu saman við. Blandið hvítunum síðast varlega saman við. Hellið yfir botninn. Kælið í nokkrar klukkustundir áður en tekið úr forminu.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.ms.is

Kaloríur 619 31%
Sykur 1g 1%
Fita 51g 73%
Hörð fita 34g 170%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Ananasostakaka
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér