Blómkálssúpa II
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 1 stk BLÓMKÁL, hrátt
  • 40 gr HVEITI
  • 1 dl RJÓMI
  • 1 tsk SALT, borðsalt
  • 50 gr SMJÖR, ósaltað
  • 1000 ml Vatn
  • 1 tsk SEASON ALL
  • 2 tsk SÚPUKRAFTUR

Aðferð:

Vatn og salt hitað að suðu. Blómkálið er þvegið, skipt niður í litla stilka, sett út í sjóðandi vatnið og soðið í u.þ.b. 5 mín. Sigtið blómkálsstilkana frá soðinu. Bræðið smjörið í potti, bætið karrýinu og súpukraftinum út í og látið krauma litla stund. Bætið hveitinu út í og jafnið með soðinu af blómkálinu. Setjið síðan rjómann út í og bragðbætið með Season all. Að síðustu eru blómkálsstilkarnir settir út í og súpan hituð að suðu.

Borið fram með grófu snittubrauði og smjöri.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.ms.is

Kaloríur 135 7%
Sykur 0g 0%
Fita 11g 16%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Blómkálssúpa II
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér