Gulrótasúpa með döðlum og karrí
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 4 msk AB - MJÓLK
 • 1 msk ENGIFER
 • 1 msk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 3 stk SELLERÍ, stilksellerí
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 1 tsk KÚMEN
 • 1 tsk KARRÍ, duft
 • 4 stk HVÍTLAUKUR, hrár
 • 2 msk HVEITI
 • 400 gr GULRÆTUR, hráar
 • 1 dl DÖÐLUR
 • 12 dl KJÚKLINGASOÐ

Aðferð:

Hitið olíuna í potti. Merjið hvítlauk, saxið lauk og sellerí og bætið út í ásamt rifnu engifer. Hitið í 3-4 mínútur í olíunni og hrærið vel. Takið af hitanum og stráið hveiti yfir. Hitið í tvær mínútur til viðbótar og hrærið vel. Hellið nú kjúklingasoði í mjórri bunu út í súpuna og hrærið vel.

Rífið gulræturnar og bætið út í súpuna ásamt karrí- og kúmen-dufti og pipar og hleypið upp suðu. Lækkið hitann og látið súpuna malla í tíu mínútur. Bætið söxuðum döðlum útí og látið malla áfram í fimm mínútur.

Hellið súpunni í matvinnsluvél og maukið. Hellið aftur í pottinn og hitið. Bætið sítrónusafa saman við.

Ausið súpunni á diska. Setjið 1 msk af AB- mjólk á hvern disk og búið til ævintýraleg mynstur með gaffli.

Mæli með að bera fram nýbakað focacciu-brauð með.

Kaloríur 157 8%
Sykur 0g 0%
Fita 9g 13%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Gulrótasúpa með döðlum og karrí
Klein Constantia Sauvignon Blanc
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Klein Constantia Sauvignon Blanc
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Suður-Afríka
 • Lýsing: Gott með bragðmeiri fiskréttum, kjúklingi og salati. Margverðlaunað vín sem hefur verið að stimpla sig inn á markaðinn hér á landi.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér