Frosinn rjómaostaábætir
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 dl BANANAR
 • 90 gr KÓKOSMJÖL
 • 2 dl MANDARÍNUR
 • 0.75 dl MARMELAÐI
 • 300 gr OSTUR, rjómaostur, 22% fita
 • 2.5 dl RJÓMI
 • 1 msk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 100 gr SYKUR, STRÁSYKUR
 • 2 msk SÍTRÓNUBÖRKUR

Aðferð:

Hrærið rjómaostinn mjúkann með sykri, sítrónusafa og hýði. Blandið kókosmjölinu saman við, og blandið að síðustu þeytta rjómanum varlega saman við. Látið hræruna í bökumót, u.þ.b. 20 cm í þvermál. Hyljið diskinn alveg en látið hræruna standa upp fyrir brúnir mótsins og gerið ráð fyrir ávaxtafyllingu í miðjunni. Frystið. Ábætirinn þarf að standa fyrir utan frysti í allt að 15 mín. áður en hann er borinn fram. Blandið saman mandarínum, bönunum og marmelaði, og látið standa í 5-10 mín, áður en það er sett í rjómaostaskelina og borið fram. Gott er að nota ferska ávexti eingöngu.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.ms.is

Kaloríur 475 24%
Sykur 26g 29%
Fita 34g 49%
Hörð fita 25g 125%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Frosinn rjómaostaábætir
Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Hentar með öllu kjöti, pastaréttum og ostum. Hefur farið sigurför um landið undanfarin ár og ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa frábæra víns.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér