Bökuð epli með rjómaosti
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 3 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 2 msk BRAUÐMYLSNA
 • 120 gr SYKUR, STRÁSYKUR
 • 20 gr SMJÖR, ósaltað
 • 6 msk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 200 gr RJÓMI, þeytirjómi
 • 500 gr OSTUR, rjómaostur, 22% fita
 • 1 tsk LYFTIDUFT
 • 500 gr EPLI
 • 5 msk MAÍSENA MJÖL

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Takið kjarnann úr eplunum og flysjið þau. Skerið þau í sneiðar. Dreypið sítrónusafa og 2 msk af sykri yfir. Hrærið rjómaostinn mjúkann með því sem eftir er af sykrinum. Bætið eggjarauðunum í ásamt maizenamjöli og lyftidufti. Blandið eplasneiðunum í. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega í með sleikju. Setjið í velsmurt bökumót og stráið brauðmylsnunni yfir og setjið smjörið í litlum bitum yfir. Bakið í u.þ.b. 45-50 mínútur. Berið réttinn fram volgan með hálfþeyttum rjóma.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.ms.is

Kaloríur 788 39%
Sykur 30g 33%
Fita 50g 71%
Hörð fita 32g 160%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Bökuð epli með rjómaosti
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér