Appelsínur með koníakssmjörsósu
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 4 stk APPELSÍNUR
  • 0.5 dl HNETUR, jarðhnetur
  • 0.7 dl KONÍAK
  • 50 gr SMJÖR, ósaltað
  • 1.25 dl SYKUR, STRÁSYKUR

Aðferð:

ATH! Í þennan rétt þarf um 0.2 tsk af cream of tartar.

 

Skerið strimla af appelsínuberkinum af 6 appelsínunum með strimlajárni. (ef ekki er til strimlajárn er hægt að skera þunnt lag af berkinum af 6 appelsínunum og skera niður í mjóa strimla).

Setjið strimlana í lítinn pott og vatn þannig að rétt fljóti yfir. Látið suðuna koma upp. Látið sjóða í 3 mín. undir loki. Látið leka vel af hýðinu og skolið það undir köldu rennandi vatni. Setjið hýðið aftur í pott og nýtt vatn yfir. Látið sjóða aftur í 3 mín. látið leka vel af því og skolið undir köldu vatni. Látið leka vel af því, og setjið til hliðar.

Nú er allt remmubragð farið úr hýðinu, og það orðið mjúkt. Pressið safann úr 1. appelsínunni og setjið í mælibolla og bætið vatni í þannig að vökvinn verði 3/4 bolli.

Blandið saman í þykkbotna potti appelsínisafa, cream of tartar, sykri og 1/2 bolla af koníaki.

Sjóðið í 3 mín. Bætið hýðisstrimlinum út í og sjóðið í 2 mín. Dragið af hitanum. Takið hýðið upp úr og dreyfið því á disk.

Bætið smjörinu í sósuna, þegar það er bráðið bætið þá 2 msk af koníaki út í. Hitið að suðu. Dragið af hitanum. Skerið hýðið af appelsínunum 7 alveg inn að aldinkjöti. Skerið þær í þunnar sneiðar og raðið á 8 ábætisdiska.

Hellið sósunni yfir sneiðarnar og dreifið hnetunum yfir (má nota möndlur) þá hýðisstrimlunum.

Ef sósan er ekki notuð strax þá látið hana standa í vatns- baði en ekki í kæliskáp þar sem smjörið vill storkna.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.ms.is

Kaloríur 115 6%
Sykur 3g 3%
Fita 11g 16%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Appelsínur með koníakssmjörsósu
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér