Ananas- og eplabaka
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 1 stk ANANAS, niðursoðinn
  • 3.5 stk EPLI
  • 300 gr ÍS, rjómaís, 14% fita
  • 0.5 tsk KANILL
  • 2.5 dl MORGUNKORN, Bran Flakes, Kelloggs
  • 95 gr PÚÐURSYKUR
  • 0.2 tsk SALT, borðsalt
  • 0.8 msk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
  • 40 gr SMJÖR, ósaltað

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Afhýðið eplin og takið kjarnann úr. Skerið þau í þunnar sneiðar. Látið leka vel af ananasinum. Raðið ananashringjum og eplasneiðum í botninn á eldföstu móti. Dreypið sítrónusafa yfir. Blandið öllu sem eftir er saman og dreifið yfir. Breiðið álpappír yfir mótið og bakið í 30 mín, takið pappírinn af og bakið áfram í 15 mín. Berið fram volgt með þeyttum rjóma eða ís.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.ms.is

Kaloríur 360 18%
Sykur 35g 39%
Fita 19g 27%
Hörð fita 12g 60%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Ananas- og eplabaka
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér