Fyllt kartöflubaka
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 1 stk LAUKUR, Rauð-
 • 5 msk OSTUR, Parmesan-
 • 4 msk KAPERS
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 stk EGGJARAUÐA
 • 5 msk BRAUÐMYLSNA
 • 60 gr SMJÖR, ósaltað
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 3 stk PAPRIKA, rauð
 • 0.25 dl ÓLÍFUOLÍA
 • 1.5 dl NÝMJÓLK
 • 750 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 100 gr OSTUR, Rifinn

Aðferð:

Skerið papriku og lauk í sneiðar og látið í vatnið. Látið liggja í bleyti í 1 klst.. Látið leka vel af papriku og lauksneiðum.

Saxið hvítlaukinn smátt og látið hann krauma í olíunni ásamt papriku og lauk. Stráið salti, pipar og rauðum piparflögum yfir. Látið krauma undir loki við vægan hita í u.þ.b. 40 mín.

Hellið af pönnunni í sigti og látið leka vel af. Setjið úr sigtinu í skál og kælið í 1/2 klst. ( soðið er ekki notað ). Hrærið egg, eggjarauður og parmesanosti saman við kaldar kartöflurnar. Smakkið til með salti og pipar.

Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið eldfast mót með smjöri. Stráið brauðmylsnu í botn og á hliðar mótsins. Setjið 2/3 af hrærðu kartöflunum í botninn og upp hliðar mótsins ( búið til skel ). Setjið laukinn í botninn á kartöfluskelinni. Stráið kapers yfir og þar yfir rifnum osti. Breiðið kartöfluhrærunni sem eftir er yfir.

Bakið í u.þ.b. 40 mín.. Takið úr ofninum og látið standa í 2-3 mín. Hvolfið þá bökunni á disk, leggið annan disk yfir og snúið við, þannig að brauð- mylsnu botninn snúi niður. Skerið í sneiðar og berið strax fram.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.ms.is

Kaloríur 387 19%
Sykur 0g 0%
Fita 23g 33%
Hörð fita 14g 70%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fyllt kartöflubaka
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Merlot
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Jacob´s Creek Merlot er vín sem hentar flestum og nýtur sín best með mat í einfaldari kantinum. Hvers manns hugljúfi.
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér