Grænmetislasagne með fjórum ostu...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 200 gr SPERGILKÁL, hrátt
 • 250 gr TÓMATAR, Kirsuberja
 • 3 dl Vatn
 • 4 msk TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE
 • 1 stk TÓMATAR, niðursoðnir
 • 200 gr SVEPPIR, hráir
 • 500 gr KOTASÆLA
 • 500 gr LASANJA PLÖTUR
 • 1 tsk RÓSMARÍN, grein
 • 1 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 2 stk OSTUR, Mozzarella, 21% fita
 • 200 gr BAUNIR, kjúklingabaunir, soðnar
 • 200 gr BLÓMKÁL, hrátt
 • 200 gr KÚRBÍTUR, hrár
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 300 gr OSTUR, Rifinn
 • 1 tsk OREGANO
 • 125 gr GRÁÐOSTUR

Brauðbollur:

 • 1 msk SÍRÓP, Hlyn-
 • 2 dl OSTUR, Rifinn
 • 1000 ml AB - MJÓLK, létt
 • 3 dl SÓLBLÓMAFRÆ
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 180 gr OSTUR, kotasæla
 • 5 tsk LYFTIDUFT
 • 2.5 dl HVEITI
 • 2 dl Graskerjafræ

Aðferð:

Lasagne :
Byrjið á að laga sósuna. Svitið lauk og hvítlauk saman og bætið í tómatmauki ásamt oregano og rósmarin. Bætið í niðursoðnum tómötum og vatni látið sjóða við vægan hita í 10 – 15 mín.
Steikið grænmetið á pönnu í olíu og blandið út í sósuna ásamt kjúklingabaunum. Látið sjóða í 2-3 mínútur.
Svo er öllu raðað saman. Kotasæla, rifinn gratínostur, lasagneplötur, grænmetisgums, gráðostur, lasagneplötur, kotasæla, rifnn gratínostur, grænmetisgums, lasagneplötur, kotasæla, gatínostur grænmetisgums og að lokum setjið konfekttómata og mozzarella á toppinn bakið við 180° í 30 – 40 mín

 

Brauðbollur : aðferð:
Forhitið ofninn í 180°
Blandið öllu saman og mótið litlar bollur setjið í heitan ofn og bakið í 15-20 mín eftir stærð


Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.ms.is

 

Kaloríur 1370 68%
Sykur 4g 4%
Fita 48g 69%
Hörð fita 19g 95%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grænmetislasagne með fjórum ostum og brauðbollum
Tommasi Romeo
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Romeo
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Með ljúfan angan af cappuchino gefa ljúffeng og sæt kirsuber fögur fyrirheit sem er fylgt eftir með undirliggjandi súkkulaðitón. Fínlegt og fágað...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér