Andabringa í upphæðum
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 stk APPELSÍNUR
 • 1 msk EINIBER
 • 2 stk LIME
 • 2 dl KÓKOSMJÓLK
 • 1.5 msk ENGIFER
 • 1 msk BALSAM EDIK
 • 3 dl ANDAKRAFTUR
 • 800 gr ANDABRINGUR
 • 1 stk SÍTRÓNUR
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 2 dl RAUÐVÍN
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 2 msk RIFSBERJAHLAUP

Aðferð:

Andabringa snöggsteikt

Miðað er við að uppskriftin sé fyrir fjóra. Kaupið 800 gr andabringur. Ristið krossa (!) skinn/fitumegin og nuddið salti, pipar og möluðum einiberjum í skurðina. Steikið bringurnar á þurri pönnu með fituhliðina niður og steikið þar til skorpan harðnar. Snúið síðan við steikið stutt, en þó þannig að hinni hliðinni sé lokað. Steikið síðan í ofni 12-15 mínútur þar til kjarninn er liðlega 60°C

Sósan

Sjóðið allt niður um þriðjung og þykkið svo eftir smekk. Í sósuna má síðan setja í lokin 1 msk af köldu smjöri til að fá gljáa.


Kaloríur 321 16%
Sykur 1g 1%
Fita 7g 10%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Andabringa í upphæðum
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér