Lúða í rasphjúp.
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 800 gr LÚÐA, smálúða, hrá
 • 2 msk MATAROLÍA
 • 1 tsk SALT, Maldon-
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 2 tsk SINNEP, Dijon
 • 5 stk TÓMATAR, Kirsuberja
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 1 gr SMJÖR, ósaltað
 • 1 msk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 1 stk RÚNNSTYKKI
 • 1 tsk PIPAR, hvítur

Aðferð:

Matreiðsla:

Hita ofn í 200°C. Fiskurinn settur í smurt fat, kryddaður með salti og pipar og helmingurinn af hvítlauknum. Sítrónusafa hellt yfir og látið standa í stundarkorn. Síðan er olíu hellt yfir fiskinn og tómatbátum raðað meðfram fiski. Álpappír settur yfir mótið og skellt í ofninn.

Fiskurinn bakaður í um 10 mín og aðeins lengur ef stykkin eru þykk. Á meðan gefst tækifæri útbúa rasphjúpinn. Setjið brauðið í matvinnsluvél, afganginn af hvítlaukinn og krydd. Maukið. Eftir steikingu fiskjar er mótið tekið út úr ofninum og mylsnan sett yfir bæði fisk og tómat. Sett í ofn að nýju og steikt í 3-5 mínútum þar til mylsnan er gullin. Þá er bráðnu smjöri hellt yfir, ekki síst þar sem fiskurinn er undir. Setjið í ofninn að nýju í tvær mínútur.

Berið fram með salati.

Tekið a fheimasíðunni: sigurdurárni.annall.is

Kaloríur 395 20%
Sykur 1g 1%
Fita 29g 41%
Hörð fita 6g 30%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Lúða í rasphjúp.
Glen Ellen Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Glen Ellen Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Bandaríkin
 • Lýsing: Þessu vín koma frá einum elsta vínframleiðanda Kaliforníu. Concannon víngerðin var stofnuð 1883 af James Concannon íra sem flutti til San Fransiskó...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér